Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Védísi Jónsdóttur sem hannar vinsælar prjónauppskriftir og liti íslenska lopans en nú er í tísku að prjóna og vinsældir lopans meiri en nokkru sinni, hérlendis, í Bandaríkjunum, Kanada og Skandinavíu. Í
tímaritinu er einnig afar athyglivert viðtal við séra Jónu Lísu Þorsteinsdóttur prest á Gran Canaria. Auður Styrkársdóttir fjallar um starfsemi Kvennasögusafnsins sem nauðsynlegt er að allar íslenskar konur þekki. Litið er inn í Jólagarðinn í Eyjafjarðarsveit og lesendur fá póstkort úr Alþjóðahúsinu í miðbæ Reykjavíkur. Sigurlaug Margrét Jónasardóttir sér um matarþáttinn með margskonar girnilegum uppskriftum sem kjörið er að njóta á aðventu og jólum. Helga Jóna Þórunnardóttir sér um handavinnuþáttinn þar sem bæði er að finna skemmtilegar hugmyndir að jólagjöfum og jólahandavinnu til að prýða eigið heimili.
Húsfreyjan fæst víða í bókaverslunum (sjá nánar
www.kvenfelag.is)og í áskrift hjá Kvenfélagasambandi Íslands á
Hallveigarstöðum sími: 551 7044 netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íslenskar konur hafa gefið Húsfreyjuna út samfellt í 57 ár, ritstjóri er Kristín Linda Jónsdóttir í Miðhvammi í Þingeyjarsýslu.