Húsfreyjan 2. tbl 2007 komin út

Meðal efnis í blaðinu er athyglisvert viðtal við Jóhönnu V. Þórhallsdóttur söngkonu og stjórnanda Léttsveitar Reykjavíkur og barna-, og unglingakóra Bússtaðakirkju. Í tímaritinu er einnig viðtal við Birnu Óla í Grindavík sem er húsfreyja í Svefneyjum á Breiðafirði, Sveinsstöðum í Grímsey og svo að sjálfssögðu í Grindavík. Póstkortið kemur frá Þorbjörgu Arnórsdóttur á Þórbergssetrinu, Hala í Suðursveit. Rætt er við Helgu Dóru Kristjándóttur á Tröð í Önundarfirði sem er gjaldkeri sýslumannsins á Ísafirði, skógarbóndi, sauðfjárbóndi og formaður Sambands vestfirskra kvenna. Sigurlaug Margrét Jónasardóttir sér um fjölbreyttan Sælkeraþátt sem inniheldur bæði bökur, grillrétti og ítalska rétti. Helga Jóna Þórunnardóttir og Ásdís Birgisdóttir sjá um glæsilega handavinnuþætti með sérhönnuðum verkefnum. Þar eru m.a. uppskriftir af ungbarnasetti, útsaumi í flíkur, heklaðri stelpupeysu og armbandi og glæsilegri heklaðri tösku.

Húsfreyjan fæst víða í bókaverslunum og í áskrift hjá K.Í. á Hallveigarstöðum sími: 551 7044 netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íslenskar konur hafa gefið Húsfreyjuna út samfellt í 58 ár, ritstjóri er Kristín Linda Jónsdóttir í Miðhvammi í Þingeyjarsýslu.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands