Súpufundur þriðjudaginn 27. nóvember kl. 12.00

Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi standa Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands fyrir súpufundi í samkomusal Hallveigarstaða, Túngötu 14, Reykjavík, þriðjudaginn 27. nóvember kl. 12:00. Sýnd verður heimildarmyndin When the Moon is Dark Sýnd verður heimildarmyndin When the Moon is Dark, eftir dönsku kvikmyndagerðarkonuna Önju Dalhoff. Í myndinni segir frá tveimur nígerískum konum sem seldar eru mansali til Danmerkur. Áhrifarík mynd sem allir verða að sjá sem láta sig kven- og mannréttindi varða. Myndin er 40 mín. löng og verða umræður að myndinni lokinni. Súpa og brauð verða í boði KRFÍ og KÍ.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands