- Flokka þvott eftir lit og hve hátt hitastig er gefið upp á hverri flík. Einnig aðgreina flíkur sem notaðar eru dags daglega og þær sem eru meira spari. Ætíð skal gá að hvaða hitastig er gefið upp fyrir fatnað. Það er áríðandi að sterklitaður þvottur sé þvegin sér, sérstaklega þegar hann er þvegin í fyrsta skipti. Gallabuxur láta t.d. lit í hvert skipti sem þær eru þvegnar. Best er að þvo flíkur í sama eða svipuðum lit saman. Gott er að hafa í huga að ólitaður fatnaður úr náttúrulegum efni tekur í sig lit þá getur verið gagn í að þvo hann aftur á sama hitastigi. Erfiðar er við gerviefni að eiga.ef þau taka í sig lit úr öðrum fatnaði.
- Ef t.d. fitublettir eða annað eru í fatnaði er nauðsynlegt að meðhöndla þá strax með viðeigandi efni og þvo flíkina síðan á venjubundin hátt. Ef ryk eða þurr óhreinindi eru í fatnaði er gott að hrista hann eða bursta áður en hann fer í vélina.
- Þvo skal flíkur á röngunni, einkum þær sem teljast betri flíkur. Það varnar bæði sliti og flíkin hnökrar síður. Þetta á t.d. við um prjónaðan fatnað og flíkur úr flísefnum. Hins vegar ber að athuga að sé flíkin mjög skítug þvæst betur úr henni ef hún er á réttunni.
- Muna að renna upp rennilásum og loka „frönskum lásum“. Það kemur í veg fyrir að lásar dragi til í flíkinni. Auk þess fer það betur með lásinn.
- Athuga skal vel að nota ekki of mikið þvottaefni. Uppgefið magn pr. kíló af þvotti er oftast reiknað fyrir kalkríkt vatn en kalda vatnið hér hefur lítið kalkinnihald og nær ekki að leysa upp allt þvottaefnið ef mikið er notað. Þá sest það í þvottinn og gefur bletti. Mýkingarefni er óþarfi að nota nema þá stöku sinnum. Munið að í því eru efni sem leggjast utan á þvottinn. Auk þess sem talið er að enzím í þeim auki líkurnar á sveppamyndunu í þvottavélum.
- Ekki er ráðlagt að leggja þvott í bleyti áður en hann er settur í þvottavélina. Þegar blautur þvottur er settur í vélina á hún erfiðara með að stilla hitastigið á vatninu rétt. Þá geta litaðar flíkur frekar gefið frá sér lit.
- Forðist að geyma að þvo óhreinan þvott of lengi því þá vilja óhreinindin festast í efninu.
- Þurrka skal þvottinn á réttunni. Mikilbægt er að fylgja uppgefnu á hitastigi á straujárni og eins hvort flík þolir pressun, þurrkara os.frv. Góð regla er að slétta vel úr þvotti áður en hann er hengdur til þerris eða hrista hann til áður en hann fer í þurrkarann. Það fer betur með þvottinn ef hann er þurrkaður í þurrkara að hafa þurrktímann lengri og hitastig lægra. Sumar flíkur er betra að strauja á röngunni sérstaklega þær sem eru á með áþrykktu munstri eða merkjum.
- Munið að merkingar og upplýsingar á fatnaði eru samkvæmt eiginleikum efnanna sem hann er gerður úr og því mikilvægt að fylgja þeim eftir. Þannig endist flíkin lengur, hleypur síður og heldur betur lit og lögun.
- Byrja að gá hvort dökkgrátt slím (gulleitt í byrjun) er í sápuhólfi vélarinnar.
- Ef svo er þá er best að byrja á að þrífa hólfið, taka það í sundur ef hægt er. Nota óblandað Rodalon, sem sett er í skál/fat og og nota bursta (flöskubursta) og fara vel í öll horn hólfsins. Einnig er hægt að setja efnið í úðabrúsa, úða vel í hólfið og skrúbba síðan. Gæta skal þess að nota gúmmíhanska við verkið. Taka líka síu eða sigti á sama hátt. Nauðsynlegt getur verið að gúmmíhring og hurðarlok upp úr sterkri blöndu af efninu.
- Þessu næst er vélin sett á 60° þvottakerfi og látin ganga á prógramminu til enda.
- Áhrifaríkt er að setja Rodalon í sápuhólf + tromlu og láta vélina taka inn á sig vatn smástund, slökkva síðan á henni og láta liggja í henni yfir nótt. Kveikja á henni aftur og láta ganga út. (60%)
- Fyrirbyggjandi aðgerð er sú, að þvo af og til á hæstu stillingu (80° eða 90°), því sveppamyndun lifir ekki af slíkan hita. En athuga ber að sápuhólfið hitnar ekki svo mikið þannig að sveppamyndunin getur tekið sig upp þar aftur.
- Góð regla er að að þurrka sápuhólf, gúmmíhring og gler eftir notkun og skilja vélina eftir opna á milli þvotta.
Rodalon gagnast vel við: Hreinsun á baðkörum, sturtuhengjum og -klefum, fúgum milli flísa og þ.h. Einnig ísskápum, klakavélum, skurðarbrettum, borðtuskum, borðplötum, fiskabúrum og kattasandskassanum. Muna að skola vel á eftir og þurrka.
Rodalon virkar ekki við hærra hitastig en 60° og ekki skal blanda efninu saman við sápu eða önnur hreinsiefni.
Efnið zeolit sem er notað í umhverfisvæn þvottaefni í stað fosfat, sem álitið er að hafi skaðleg umhverfisáhrif, er talið nokkur sökudólgur í sveppamyndun í þvottavélum. Huga þarf líka að magni þvottaefnis sem notað er, oftar en ekki erum við að nota of mikið magn, þar sem oft er þvegið við lágt hitastig (30-40°). Óhætt er að minnka magn þvottaefnis töluvert án þess að það komi niður á þá þvotti. Gæta skal samt að því að magnið sé ekki of lítið, þá leysir það ekki upp óhreinindin í þvottinum.
www.rodalon.dk (Vefsíða Brenntag Nordic a/s)
Tænk og test. 2002, 24. tbl.