Fundur fólksins í Hörpu

Kvenfélagasambandið mun kynna starf sitt og kvenfélaganna  á Fundi fólksins sem verður þessu sinni haldinn í Hörpu 29. nóvember 2024.

Lýðræðishátíðin Fundur fólksins er vettvangur þar sem boðið er upp á samtal milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagasamtaka. Lýðræði, samfélagsþátttaka og opin skoðanaskipti eru leiðarstef í samtalinu.

Fundurinn er lýðræðishátíð og var fyrst haldinn í Norræna húsinu sumarið 2015. Hátíðin var haldin í Hofi á Akureyri árið 2019 og gekk undir nafninu Lýsa.

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands