Dagur kvenfélagskonunnar og 95 ára afmæli Kvenfélagasambands Íslands

Dagur kvenfélagskonunnar er 1. febrúar ár hvert. 

  1. febrúar 2025 verður Kvenfélagasamband Íslands 95 ára.

71. formannaráðsfundur verður haldinn á Hallveigarstöðum og hefst klukkan 10:00  Klukkan 15:00 býður Frú Halla Tómasdóttir forseti Íslands formannaráði, stjórn KÍ og heiðursfélögum í móttöku á Bessastöðum.

Boð hefur verið sent út til formannaráðs og heiðursfélaga.

Þetta verður hátíðarformannaráðsfundur í tilefni 95 ára afmælisins.  Boðið verður upp á hádegisverð. 
 
Á fundinum verður meðal annars skipað í 100 ára Afmælisnefnd KÍ og í verkefnastjórn fyrir verkefnið "Vika einmanaleikans". 
 
Kvenfélögin og kvenfélagskonur eru hvattar til að gera sér glaðan dag á Degi kvenfélagskonunnar 1. febrúar og minnast sérstaklega 95 ára afmælisi KÍ í sínum viðburði og vera tilbúnir til að taka við heillaóskum í tilefni dagsins. 
 

 

Kvenfélagasamband Íslands

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands