Minningarathöfn í tilefni 100 ára dánardags Ólafíu Jóhannsdóttur

Ólafía Jóhannsdóttir fæddist (1863-1924) 
Ólafía var forvígismaður íslenskrar kvennabaráttu, byltingarkona og heimskona. Hún ferðaðist víða um Ísland og hélt fyrirlestra á vegum Hvítabandsins. Síðar fór hún til Bandaríkjanna, Kanada, Englands, Skotlands og Noregs til að halda fyrirlestra um jafnréttismál, menntamál, trúmál, lífeyrisréttindi og heilbrigðismál.
Árið 1912 stofnaði hún heimili fyrir utangarðskonur og skrifaði síðan bókina Aumastar allra: Myndir frá skuggahliðum Kristjaníu.
Bókin vakti mikla athygli bæði á Íslandi og erlendis, var endurútgefin oft í Noregi og einnig þýdd yfir á ensku og gefin út í Kanada. Ólafía ritaði síðar endurminningar sínar Frá myrkri til ljóss. Bókin, sem gefin var út árið 1925, var tímamótaverk í íslenskri bókmenntasögu en þetta var í fyrsta sinn sem sjálfsævisaga konu kom út á prenti.
 
 
Dagskrá:
11:00 Hittast á Hallveigarstöðum kl. 11:00 (Sem flest klædd íslenskum þjóðbúningi , hægt að mæta kl. 10:00 og fá aðstoð við að klæðast) - Myndataka
11:30 Ávörp
12:00 Gengið saman í fylkingu að leiði Ólafíu í Hólavallagarði og blómsveigur lagður að leiði hennar – Myndataka
Séra Henning fer með blessun
Fulltrúi Djákna leiðir bæn
12:30 Kaffi á Hallveigarstöðum
Tónlistaratriði
Orðið laust
13:30 Dagskrárlok
 
 
 
Eftirfarandi standa saman að minningarathöfninni:
Bandalag kvenna í Reykjavík
Djáknafélag Íslands
Félagsráðgjafafélag Íslands
Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands
Handleiðslufélag Íslands
Hvítabandið
Kvenfélagasamband Íslands
Kvenréttindafélag Íslands
Mosfellsprestakall
 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands