Haustblað Húsfreyjunnar er komið á sölustaði.

Glæsilegt haustblað Húsfreyjunnar 

Forsíðuviðtalið að þessu sinni er við Solveigu Theodórsdóttur, formann Heimilisiðnaðarfélags Íslands, en Heimilisiðnaðarfélagið fagnar 100 ára afmæli sínu í ár. Einnig er viðamikið viðtal við Rannveigu Önnu Jónsdóttur á Eyrarbakka, eða Önnu í Túni eins og hún er jafnan nefnd, en Anna hefur komið á fót Konubókastofu og hafið söfnun bóka og tímarita eftir íslenskar konur. 

Að venju er í blaðinu glæsilegur matreiðsluþáttur með fjölda uppskrifta í umsjón Margrétar S. Sigbjörnsdóttur og í blaðinu er líka spennandi handavinna í umsjón Huldu Soffíu Arnbergsdóttur. Sagt er frá norrænu kvenfélagaþingi í Bodö í Noregi og fréttir af starfi Kvenfélagasambands Íslands og kvenfélaganna. Leiðbeiningastöð heimilanna fjallar um haustuppskeruna og nýtingu á henni og hvernig koma megi í veg fyrir sóun á mat. Frjálsíþróttakonan Hafdís Sigurðardóttir svarar spurningum Húsfreyjunnar og spjallað er við frumkvöðulinn Katrínu Sylvíu. 

Kvenfélagasamband Íslands hefur gefið Húsfreyjuna út í 64 ár, ritstjóri er Kristín Linda Jónsdóttir.

 

 

 

Húsfreyjan - tímarit

Túngata 14, 101 Reykjavik - Íslands

  552 7430
  husfreyjan@kvenfelag.is


kt.  610486-1269
Vsk. nr:  11442

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands