Blóm

  • myndaseria banner1
  • myndaseria banner2
  • myndaseria banner3

Málþing í Norrænahúsinu í Nýtniviku - 25. nóvember nk.

þann .

Málþing í Norrænahúsinu 25.nóvember
 
 9:00     Ávarp frá skipuleggjendum
 9:10     Yasmine Larsen, Unilever Food Solutions í Danmörku
 9:50     Jesper Ingemann, Fødevarebanken í Kaupmannahöfn
10:30     Kaffihlé
10:50    Jónína Stefánsdóttir, Matvælastofnun
11:20    Per Hallvard Eliassen, Norska landbúnaðar- og matvælaráðuneytið
12:00    Hádegishlé-Diskósúpa*
13:00    Knútur Rafn Ármann, Friðheimar
13:30 Helga Sigurðardóttir og Herborg Svana Hjelm, Reykjavíkurborg  14:00 Pallborðsumræður. Fyrirlesarar og gestir

Gestir í pallborði:
 
             Heiða Björg Hilmisdóttir, yfirmaður mötuneytis Landspítalans
             Dominique Plédel, Neytendasamtökunum
             Erna Dröfn Haraldsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa
             Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra

 15:30     Slit og þakkarorð
             
 Fundarstjóri: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir

Vika 43, forvarnarvikan, hefst í dag.

þann .

ForvarnavikanVika 43, forvarnaverkefni Samstarfsráðs um forvarnir, hófst í dag.

Í vikunni er kastljósi beint ÁSKORUN TIL ALÞINGISMANNA vegna frumvarps um að afnema einkaleyfi ÁTVR á smásölu á áfnengi, og að ýmsu er varðar félagsstarf meðal barna og ungmenna, lífsstíl og sjálfsmynd og vakin athygli á því góða starfi með ungu fólki sem lítur að forvörnum í nærsamfélaginu (heimabyggð).
Alla daga vikunnar verður vakin athygli á virkri þátttöku barna og ungmenna í hvers kyns íþrótta-, félags- og tómstundastarfi.

Á umliðnum árum hefur þátttaka í skipulögðu félagsstarfi stóraukist með öflugum félagasamtökum og bættri aðstöðu, er það ótvírætt grunnurinn í þeim góða árangri sem náðst hefur í forvörnum. Með eflingu félagasamtaka og félagsstarfs sem stendur börnum og foreldrum þeirra til boða hefur það einnig gerst að úrræðin hafa færst nær þátttakendum og heimilum þeirra og þannig fært fólkinu í heimabyggð meiri ábyrgð og hlutdeild í forvarnastarfi. Árangurinn er eftir því svo góður að eftir er tekið innanlands og utan.

Hægt verður að nálgast upplýsingar um verkefni og starf félagasamtaka á heimasíðu Viku 43 auk þess sem yfirlýsing Viku 2014 verður sent fjölmiðlum og þátttakendum í verkefninu. Áminningar um Viku 43 eru sýnilegar á fréttaveitum og samfélagsmiðlum á netinu og þannig reynt að vekja einstaklinga til umhugsunar um mikilvægi samstarfs í forvörnum.

Að Samstarfsráðinu standa 23 félagasamtök og stærstu hreyfingar landsins sem sinna íþrótta-, æskulýðs- og félagsstarfi meðal barna og unglinga og fjölmörg önnur frjáls félagasamtök foreldra, klúbba, kvenfélaga og forvarna eru þátttakendur í verkefninu.