Blóm

  • Kvenfélagasamband Íslands
  • Kvenfélagsamband Íslands
  • Kvenfélagasamband Íslands
  • myndaseria banner2

Jólafundur KÍ 20. nóvember kl. 17.00

þann .

Jólafundur KÍJólafundur Kvenfélagasambands Íslands verður haldinn í samkomusal Hallveigarstaða kl. 17 föstudaginn 20 nóvember nk. 

Heiðursfélagar KÍ, núverandi og fyrrverandi stjórnar- starfs- og nefndarkonur sambandsins, formenn héraðssambanda KÍ og kvenfélagskonur, eftir því sem húsrúm leyfir, eru boðnar velkomnar. Boðið verður uppá kaffiveitingar og hefðbundna jólafundardagskrá.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku eigi síðar en þriðjudaginn 17. nóvember n.k. í síma 552 7430 eða á tölvupóstfangið: kvenfelag@kvenfelag.is

Með tilkomu nýrrar stólalyftu er aðgengi er fyrir alla niður í salinn!

Minningarsjóður Helgu M. Pálsdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki til kvenna sem hyggja á framhaldsnám

þann .

Minningarsjóður Helgu M. Pálsdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki til kvenna sem hyggja á framhaldsnám

Minningasjóðurinn var stofnaður samkvæmt ákvæði í erfðaskrá Helgu M. Pálsdóttur, 25. ágúst 1987. Hlutverk sjóðsins er að styrkja ungar konur til framhaldsnáms, sbr. 3. grein stofnskrár hans.

Í umsóknum skal koma fram nafn, kennitala og heimili umsækjanda, auk upplýsinga um eignir og tekjur ársins 2014 (staðfest afrit af skattskýrslu) og mynd af umsækjanda.

Þá skal umsækjandigreina frá fyrri menntun, störfum og framhaldsnámi því sem hann ætlar að leggja stund á. 
Nauðsynlegt er að staðfesting þeirrar menntastofnunar sem námið mun fara fram við, fylgi umsókn.

Sjóðurinn hefur úthlutað styrkjum til kvenna í ólíkum námsgreinum, s.s. textíl, félagsvísindum, harmonikkuleik, íþróttafræðum, viðskiptafræði, guð- og trúarbragafræði, brúðulist, náms- og kennslufræði, hagnýtri menningarmiðlun, safnafræði, eðlisfræði, þróunarfræði og talmeinafræði.

Umsóknir skulu sendar í pósti fyrir 2. nóvember n.k. til 

Kvenfélagasambands Íslands, Minningarsjóður.
Túntötu 14,
101 Reykjavík  

Stjórn Minningarsjóðs Helgu M. Pálsdóttur

Að loknu 37. landsþingi KÍ sem fram fór á Selfossi 9.-11. október sl.

þann .

Stjorn2015Nýkjörin stjórn Kvenfélagasambands Íslands37. landsþing Kven­fé­laga­sam­bands Íslands fór fram á Hótel Selfossi um helg­ina.
Yfirskrift þingsins var: “Hækkum flugið - kosningaréttur kvenna í eina öld”.
Gestgjafi þingsins var Sam­band sunn­lenskra kvenna, með 26 kven­fé­lög í Árnes- og Rangárvalla­sýsl­um innanborðs. 

Nýr forseti og hluti stjórnar var kjörin á þinginu.

Guðrún Þórðardótt­ir Kven­fé­lagi Gríms­nes­hrepps og fráfarandi varaforseti, er forseti KÍ. 
Vil­borg Ei­ríks­dótt­ir Kven­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar er vara­for­seti. Bryn­dís Birg­is­dótt­ir Kven­fé­lag­inu Ársól á Suður­eyri og fráfarandi meðstjórnandi er gjald­keri. Herborg Hjálmarsdóttir Kvenfélaginu Gefn í Garði er ritari. Bergþóra Jó­hanns­dótt­ir Kven­fé­lag­inu Hjálp­inni í Eyj­ar­fjarðarsveit er meðstjórn­andi.  Katrín Haraldsdóttir Kvenfélaginu Einingu á Mýrum og Kristín Árnadóttir  Kvenfélaginu Iðunni í Strandasýslu eru í varastjórn.

Sigurlaug Viborg fyrrverandi forseti KÍ var kjörin nýr heiðursfélagi Kvenfélagasambandsins.