Blóm

  • myndaseria banner2
  • myndaseria banner3
  • myndaseria banner1

Formannaráðsfundur KÍ var haldinn að Bifröst 21. - 22. mars sl.

þann .

Formannaráðsfundur KÍ fór fór fram að Bifröst dagana 21.-22. mars sl.

Á fundunum komu saman formenn héraðssambanda KÍ og stjórn KÍ ásamt starfsmönnum og ráð ráðum sínum um áherslur KÍ og héraðssambandana næsta ár.

Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fundinum.

48. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn að Bifröst í Borgarfirði 21. -22. mars 2014 skorar á Alþingi, fjárlaganefnd og ríkisstjórn að endurskoða fjárveitingar til Kvenfélagasambands Íslands og Leiðbeiningarstöðvar heimilanna. 
Greinargerð: 
Kvenfélagasamband Íslands var stofnað árið 1930 sem þjónustustofnun og málsvari kvenfélaganna í landinu sem starfa um land allt og gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki. 
 
Kvenfélagasamband Íslands rekur Leiðbeiningarstöð heimilinna, LH, sem stofnuð var árið1963. Leiðbeiningastöðin veitir gjaldfrjálsa þjónustu um allt það er lýtur að heimilishaldi. LH veitir símaþjónustu, heldur úti heimasíðu og gefur út fræðsluefni. 
Frá upphafi hefur ríkisvaldið stutt myndarlega við starfsemi KÍ með fjárframlögum og þannig gert mikilvægt starf sambandsins mögulegt.  Á síðustu misserum hefur í auknum mæli verið leitað eftir ráðleggingum hjá Leiðbeiningastöð heimilanna. Innhringingum fjölgar  milli ára og samskipti gegnum heimasíðu aukast jafnt og þétt. Það er ljóst að ef fram heldur sem horfir með fjárveitingar, þarf að draga úr starfseminni.
Kvenfélagasamband Íslands fékk á fjárlögum árið 2011 kr. 6.000.000 en árið 2012 einungis kr. 1.500.000. Árið 2013 var aukið við stuðning við KÍ og leiðbeiningarstöðina og fengust kr. 5.000.000.  Í ár hefur fengist fjárveiting í verkefnabundna styrki að upphæð kr. 2.300.000. Ljóst er að sú upphæð dugir ekki til að halda starfseminni gangandi.
Formannaráðsfundur KÍ skorar á Alþingi, fjárlaganefnd og ríkisstjórn að styðja við mikilvægt samfélagsstarf kvenfélaganna í landinu.
 
 
48. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands haldinn að Bifröst í Borgarfirði 21. -22. mars 2014 lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu nemenda í landinu þar sem kennarar á flestum skólastigum eiga nú í baráttu um kjör sín. Kennarastarfið er mikilvægt uppeldis og menntunarstarf sem á að meta að verðleikum.
Formannaráðsfundurinn hvetur samningsaðila til að ljúka samningum hið fyrsta og tryggja þannig að skólastarf í landinu verði með eðlilegum hætti.  
 

 

Baráttufundur 8. mars í Iðnó

þann .

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti
 
Baráttufundur 8. mars 2014 í Iðnó kl. 14
Velkomin á baráttufund kvenna laugardaginn 8. mars í Iðnó kl. 14Konur ræða um áskoranir dagsins í dag og Reykjavíkudætur rappa. Enginn aðgangseyrir!
  
Dagskrá
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Konur til forystu úr öllum áttum
Johanna van Schalkwyk. Að leita að hlutverki mínu í samfélaginu - pælingar frá útlenskri íslenskri konu
Ása Hauksdóttir. Stelpur rokka!
Reykjavíkudætur rappa
Danute Sakalauskiene. Réttindi innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir. "Samfélagið er allt í ruglinu"
Lea María Lemarquis. Fyrir friði og jafnrétti
 
Fundarstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir
 

Matarbýtti í Hallveigarstöðum 6. mars kl. 17-20

þann .

Fimmtudaginn 6. mars nk. milli kl. 17:00 og 19:00 stendur fésbókarhópurinn Matarbýtti í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands fyrir matarbýttum í kjallara Kvennaheimilisins Hallveigarstaða, Túngötu 14.

Viðburðurinn, sem kallast "Út úr skápnum", gengur út á það að hver sem er getur komið með hráefni úr eldhússkápnum sínum og skipt því út fyrir annað hráefni úr eldhússkáp einhvers annars. Hver kannast ekki við það að eiga t.d. krydd sem var keypt til að elda með einhvern rétt en hefur aldrei verið notað aftur? Eða sósujafnara sem er bara notaður á jólunum? Eða fékkstu kannski gott kaffi í jólagjöf en drekkur aldrei neitt nema te? Nú er tækifærið til að koma þessu í réttar hendur. Þú skilur eftir það sem þér nýtist ekki en tekur með þér heim eitthvað sem þú getur notað. Það sem eftir verður ef eitthvað er verður gefið á heimili eða stofnanir sem þurfa á mat eða stuðningi að halda.

Allir eru velkomnir og hvattir til að koma með matvæli til að skipta á.