Blóm

  • Kvenfélagasamband Íslands
  • Kvenfélagasamband Íslands
  • Kvenfélagsamband Íslands
  • myndaseria banner2

Að loknu 37. landsþingi KÍ sem fram fór á Selfossi 9.-11. október sl.

þann .

Stjorn2015Nýkjörin stjórn Kvenfélagasambands Íslands37. landsþing Kven­fé­laga­sam­bands Íslands fór fram á Hótel Selfossi um helg­ina.
Yfirskrift þingsins var: “Hækkum flugið - kosningaréttur kvenna í eina öld”.
Gestgjafi þingsins var Sam­band sunn­lenskra kvenna, með 26 kven­fé­lög í Árnes- og Rangárvalla­sýsl­um innanborðs. 

Nýr forseti og hluti stjórnar var kjörin á þinginu.

Guðrún Þórðardótt­ir Kven­fé­lagi Gríms­nes­hrepps og fráfarandi varaforseti, er forseti KÍ. 
Vil­borg Ei­ríks­dótt­ir Kven­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar er vara­for­seti. Bryn­dís Birg­is­dótt­ir Kven­fé­lag­inu Ársól á Suður­eyri og fráfarandi meðstjórnandi er gjald­keri. Herborg Hjálmarsdóttir Kvenfélaginu Gefn í Garði er ritari. Bergþóra Jó­hanns­dótt­ir Kven­fé­lag­inu Hjálp­inni í Eyj­ar­fjarðarsveit er meðstjórn­andi.  Katrín Haraldsdóttir Kvenfélaginu Einingu á Mýrum og Kristín Árnadóttir  Kvenfélaginu Iðunni í Strandasýslu eru í varastjórn.

Sigurlaug Viborg fyrrverandi forseti KÍ var kjörin nýr heiðursfélagi Kvenfélagasambandsins.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var hluti þingsins eftir hádegið á laugardeginum í opinni dagskrá. þangað kom fjöldi gesta og fylgdist með erindum, örfyrirlestrum og pallborðsumræðum tengdum þema þingsins “Hækkum flugið.

Á þinginu var frumflutt lagið „Sóa“ sem fjallar um matarsóun og hljómsveitin AmabAdamA samdi fyrir Kvenfélagasambandið.

Landsþing KÍ er æðsta vald sambandsins og er haldið á 3ja ára fresti.
Þingin eru opin fyrir allar kvenfélagskonur sem hafa þar málfrelsi og tillögurétt.
Hvert kvenfélag hefur eitt atkvæði á þinginu. 180 kven­fé­lags­kon­ur af landinu öllu sóttu þingið á Selfossi.

Þingið sendir frá sér álykt­an­ir, m.a. um átak gegn mat­ar­sóun, kennslu í kynja­fræði,  áhersl­ur varðandi komu flótta­fólks til lands­ins,  geðheil­brigðismál­ barna og ung­linga, læsi ofl. sjá hér: Ályktanir 37. landsþings KÍ.

Kvenfélagasamband Íslands (KÍ) var stofnað árið 1930 sem sameiningar og samstarfsvettvangur kvenfélaganna í landinu.  Innan KÍ starfa um 170 kvenfélög í 17 héraðs- og svæðasamböndum. Á undanförnum árum hefur afrakstur vinnu kvenfélaganna, tugir milljóna á ári hverju, runnið til og hinna ýmsu menningar- og líknarstofnana og annarra samfélagsverkefna.

 

37. landsþing Kvenfélagasambands Íslands hefst í dag

þann .

Landsthing37. landsþing Kvenfélagasambands Íslands hefst í dag á Hótel Selfossi og stendur til sunnudags, 11. október.
Samband sunnlenskra kvenna er gestgjafi landsþingsins.

Yfirskrift landsþingsins er “Hækkum flugið - kosningaréttur kvenna í eina öld” 
Á þinginu koma kvenfélagskonur saman til skrafs og ráðagerða um störf sín í kvenfélögunum.
Einnig verða góðir fyrirlesarar sem hvetja konur til góðra verka – og að hækka flugið. Matarsóunarlag KÍ og AmabAdamA verður frumflutt kl. 15.30 í dag. 9. október.

Auk hefðbundinna þingstarfa verður opin dagskrá laugardaginn 10. okt. þar sem allir eru velkomnir kl. 13:00 – 14:40. 
Þá verða fluttir fyrirlestrar í takt við þema þingsins og verða pallborðsumræður á eftir.

Konur eru hvattar til að fjölmenna og bjóða dætrum sínum, systrum, vinkonum og nágrannakonum til að koma á Hótel Selfoss laugardaginn 10. október
á opna hluta þingsins til að hlýða á fjölbreytt erindi og umræður í ljósi yfirskriftar þingsins.

Um 170 konur af öllu landinu eru skráðar á þingið.
Öll kvenfélög á landinu eiga rétt á að senda fulltrúa á landsþingið með atkvæðisrétt en þingið er opið fyrir allar kvenfélagskonur sem hafa þar málfrelsi og tillögurétt.

Kvenfélagasamband Íslands (KÍ) var stofnað árið 1930 sem sameiningar og samstarfsvettvangur kvenfélaganna í landinu. 
Innan KÍ starfa um 170 kvenfélög í 17 héraðs- og svæðasamböndum.

Á undaförnum árum hefur afrakstur vinnu kvenfélaganna, tugir milljóna á ári hverju, runnið til og hinna ýmsu menningar- og líknarstofnana og annarra samfélagsverkefna.

Landsþing KÍ er æðsta vald sambandsins og er haldið á 3ja ára fresti.

Dagskrá þingsins er að finna hér til hliðar undir flipanum "á döfini".

Amabadama semur lag um matarsóun fyrir Kvenfélagasamband Íslands

þann .

amabadamaKvenfélagasamband Íslands hefur sem kunnugt er unnið markvisst gegn matarsóun undanfarið ár, með námskeiðahaldi og fræðslu til almennaings. Nú hefur Kvenfélagasambandið skrifað undir samning við hljómsveitina Amabadama þar sem hljómsveitinni er falið að semja tónverk til að vekja vitund almennings á MATARSÓUN.

Á myndinni eru frá vinstri: Guðrún Þórðardóttir varaforseti KÍ og Una María Óskarsdóttir forseti KÍ ásamt hljómsveitar meðlimum Amabadama við undirritun samningsins sem fór fram í Hallveigarstöðum þann 24. september sl.