
Stjórnarkonur KÍ heimsækja aðalfundi
Stjórnarkonur Kvenfélagasambands Íslands eru nú á faraldsfæti að heimsækja aðalfundi þeirra héraðssambanda kvenfélaganna sem eiga aðild að KÍ. Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu (KSGK) hélt sinn aðalfund laugardaginn 1. mars síðastliðinn. Fundurinn var í umsjón Kvenfélagsins Gefnar í Garðnum. Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ heimsótti þann fund og flutti kynningu á starfi og verkefnum sambandsins. á þeim fundi tók Brynhildur Hafsteinsdóttir formaður Kvenfélagsins Fjólunnar í Vogum við formennsku KSGK, Jóna Rún Gunnarsdóttir hefur veirð þar formaður síðastliðin 3 ár.
Aðalfundur Kvenfélagasambands Norður- Þings (KSNÞ) var svo haldinn að Skúlagarði Kelduhverfi laugardaginn 15. mars 2025. Forseta Kvenfélagasambandsins Dagmar og ritara, Helgu Magnúsdóttur var boðið á fundinn og fluttu þær kynningu á Kvenfélagasambandinu og sögðu frá verkefninu Vika einmannaleikans. Á sama fundi var Soffía Gísladóttir kvenfélagskona með erindi um Inngildingu - mj...
Lesa nánar
Febrúarblað Húsfreyjunnar er komið út
Fyrsta tölublað Húsfreyjunnar á þessu ári en nú komið út. Er komið eða er á leið til áskrifenda. Húsfreyjuna má líka finna á sölustöðum víða um landið.
Að þessu sinni er 95 ára afmæli Kvenfélagasambandsins fagnað í blaðinu meðal annars með umfjöllun um hátíðar formannaráðsfund KÍ sem fór fram á afmælisdaginn á Degi kvenfélagskonunnar 1. febrúar. Í tilefni af afmælinu bauð Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir formannaráði til móttöku á Bessastöðum. Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti Kvenfélagasambands Íslands skrifar um 95 ára afmælið í pistli sem hún nefnir Hreyfiafl um land allt. Í þessu fyrsta tölublaði vill þannig til að Álftanesið er nokkuð áberandi því formaður Kvenfélags Álftaness, Sigríður Sif Sævarsdóttir er í forsíðuviðtali þar sem hún ræðir við Húsfreyjuna um lífið og til tilveruna og starf kvenfélagsins. Eins og sjá má á fallegri forsíðunni stundar hún sjósund af kappi.
Matarþáttur Húsfreyjunnar í umsjón Alberts Eiríkssonar er að þessu sinni einnig á Álftanesinu en það...
Lesa nánar
Móttaka á Bessastöðum í tilefni 95 ára afmælis
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, bauð formannaráði, stjórn KÍ og heiðursfélögum til móttöku á Bessastöðum í tiefni 95 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands (KÍ). Forsetinn ræddi meðal annars um samstöðu kvenna, jafnrétti og það mikilvæga samtal sem við öll þurfum að eiga varðandi kærleikann, sem átti vel við enda eru gildi kvenfélagskvenna; Kærleikur, Samvinna og Virðing. Gott samtal sem án efa mun verða tekið lengra.
Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir er verndari Kvenfélagasambands Íslands eins og fyrirverar hennar hafa verið.
Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ færði forseta eintak af Húsfreyjunni, skýrslu KÍ frá landsþingi, bókina Margar hlýjar hendur og að sjálfsögðu slæðuna góðu merkta KÍ.
Forseta Íslands er þakkað fyrir góðar móttökur.
Halla Tómasdóttir tekur við KÍ svuntunni “Bökum betra samfélag” til að færa Birni , maka forseta. Dagmar færði Höllu einnig eintak af Húsfreyjunnu, skýrslu KÍ og bókina Margar h...
Lesa nánarÁ döfinni
Húsfreyjan
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 6.900 árið 2024 fyrir fjögur tölublöð. Blaðið í lausasölu kostar 2 250 kr.
Vitundarvakning um fatasóun
Matarsóun
Pilspoki KÍ
Húfuverkefni KÍ.
Hekluð vagga
Viltu gerast áskrifandi eða gefa áskrift að Húsfreyjunni?
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 6900 árið 2024 fyrir fjögur tölublöð. Nú er líka hægt að lesa rafrænar útgáfur á áskriftarvefnum. Þú velur hvort þú vilt Húsfreyjuna á prenti, rafrænt eða bæði.
Blaðið í lausasölu kostar 2250 kr.
Nýjustu fréttir
Stjórnarkonur KÍ heimsækja aðalfundi
18. mars 2025
Febrúarblað Húsfreyjunnar er komið út
28. febrúar 2025
Móttaka á Bessastöðum í tilefni 95 ára afmælis
07. febrúar 2025