38. landsþing - Kvenfélagasambands Íslands, Hótel Húsavík 12. - 14. október 2018

Í október verður 38. Landsþing Kvenfélagasambands Íslands haldið á Húsavík. Gestgjafi þingsins er Kvenfélagasamband Suður Þingeyinga. Innan þess starfa 12 kvenfélög og formaður sambandsins er Mjöll Matthíasdóttir Kvenfélagi Aðaldæla.

Dagskráin hefst með setningu í Húsavíkurkirkju kl: 18:00 föstudaginn 12. október og áætluð þingslit eru kl: 15:00 sunnudaginn 14. október.

Dagskrá þingsins verður kynnt í maí blaði Húsfreyjunnar, hér á heimasíðu Kvenfélagasambandsins www.kvenfelag.is og í bréfum til kvenfélaganna.

Verð fyrir Landsþingið er 29.800. Öll dagskrá og matur á þingtímanum er innifalið.

Tillboðsverð fyrir gistingu landsþingsfulltrúa á Hótel Húsavík er:

  • Í eins manns herbergi kr. 16.200 pr. nótt með morgunverði
  • Í tveggja manna herbergi kr. 9.135 pr. nótt með morgunverði á mann

Hótelið byrjar að taka við pöntunum á gistingu þann 5. apríl.   https://www.islandshotel.is/hotels-in-iceland/fosshotel-husavik

Flugfélagið Ernir er svo rausnarlegt að bjóða þinggestum 25% afslátt af flugi til og frá Húsavík þessa helgi.  www.ernir.is Taka fram við bókun að þetta sé vegna Landsþings KÍ í október. 

Allar kvenfélagskonur eru hjartanlega velkomnar á Landsþing Kvenfélagasambandsins auk kjörinna fulltrúa kvenfélagana. Konur á Norður og Austurlandi eru sérstaklega hvattar til að nýta tækifærið sem staðsetningin felur í sér og sækja þingið.

Fjölmennum á Landsþing

Stjórn Kvenfélagasambands Íslands

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands