Aðalfundur Sambands vestur skaftfellskra kvenna (SVSK)

Aðalfundur Sambands Vestur Skaftfellskra kvenna
 
Verður haldinn á Systrakaffi Klaustri, fimmtudaginn 7. mars nk kl 17.00.
Hvert kvenfélag innan sambandsins sendir að lágmarki tvær félagskonur á fundinn með atkvæðisrétt. Allar kvenfélagskonur velkomnar og hvattar til að koma og eru hjartanlega velkomnar.
Athugið að greiða aðildargjöldin til S.V.S.K. fyrir aðalfundinn. Krafa ætti að vera í netbanka.
Dagskrá fundarins:
1. Setning aðalfundar
2. Fundargerð síðasta aðalfundar
3. Skýrsla stjórnar
4. Reikningar
5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
6. Reikningar bornir upp til samþykktar
7. Árgjald og fjármál
8. Kvenfélögin deila upplýsingum
9. Kosningar
10. Almennar umræður og önnur mál
Að loknum aðalfundi um 18.30 verður kvöldskemmtun og ætlum við að borða saman og spila tónlistarbingó. Vonumst við til að sjá ykkur sem flestar. Þátttaka tilkynnist fyrir miðvikudaginn 28. febrúar.
Hjá Þorbjörgu 8471858
Dísu 7788828
Sigrúnu 8956561
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar:
Stjórn S.V.S.K.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands