Lumar þú á góðri sögu?
Í Húsfreyjunni sem var að koma út er Smásagnasamkeppni Húsfreyjunnar kynnt á nýjan leik. Smásagnasamkeppnin er öllum opin og efnisval frjálst. Skilafrestur er 1. mars 2024.
Dómnefnd mun koma saman og velja 12 bestu smásögurnar sem fyrirhugað er að birta í Húsfreyjunni. Skýrt verður frá úrslitum í 2. tölublaði tímaritsins 2024 og fyrsta sagan birt og aðrar sögur sem verða valdar verða svo birtar í næstu tölublöðum.
Sagan má ekki hafa birst áður á prenti eða í fjölmiðli. Fjöldi orða skal vera um 1500.
Dómnefnd:
Heiðrún B. Eyvindardóttir, safnstjóri Bókasafns Árborgar, Lilja Magnúsdóttir, rithöfundur og íslenskukennari og Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur.
Nánar í 3. tölublaði Húsfreyjunnar -
Smelltu hér til að gerast áskrifandi. Færð strax aðgang að fyrri blöðum rafrænt, getur svo valið hvort þú vilt blöðin eingöngu rafrænt eða líka fá þau send til þín.