Evrópska Nýtnivikan - Fataskiptimarkaður Hallveigarstöðum

312059245_5596356977125586_7176728725965061362_n.jpgDagana 19.-27. nóvember næstkomandi stendur evrópsk Nýtnivika yfir en markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.

Þema ársins er sjálfbærni og hringrás textíls undir slagorðinu Sóun er ekki lengur í tísku! Textíliðnaðurinn er einn sá umfangsmesti í heimi og honum fylgir gríðarleg efnanotkun, ferskvatnsmengun og losun gróðurhúsalofttegunda svo það skiptir miklu að draga úr sóun textíls.

Í tilefni Nýtnivikunnar eru sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir, skólar og almenningur hvött til þess að fræðast um umhverfisáhrif textíls og leggja sitt af mörkum til að skapa hringrásarhagkerfi textíls í samfélaginu.

Kvenfélagasamband Íslands með verkefni sitt Vitundarvakning um fatasóun tekur þátt í Nýtnivikunni með því að bjóða upp á Fataskiptimarkað og textíl endurvinnslu á Hallveigarstöðum þriðjudaginn 22. nóvember nk.  Frá klukkan 17 - 20. 

Mætið með hreinar, heilar flíkur og fylgihluti
Komið þessu fallega fyrir á skiptimarkaðinum
Takið það sem ykkur líst vel á
Restin verður gefin til hjálparsamtaka

Það verður saumavél og klárar kvenfélagskonur á staðnum.

Heitt á könnunni.  

Öll velkomin!

 Fataskiptimarkaður

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands