Umhverfisdagur á Hallveigarstöðum

Umhverfisdagur Kvenfélagasambands Íslands og Leiðbeiningastöðvar heimilanna verður þann 22. október 2022 á Hallveigarstöðum. 

Klukkan 12-16

Þema dagsins að þessu sinni er Endurnýting á fatnaði og Textíl.

 Verkefni KÍ Vitundarvakning um fatasóun

Kvenfélagskonur setja upp saumaverkstæði og aðstoða við minniháttar viðgerðir og breytingar á fatnaði, settur verður upp fataskiptimarkaður þar sem gestir geta mætt með vel með farin fatnað sem ekki er lengur í notkun og skipt honum í annað sem nýtist betur. Sýnikennsla og kynning á ýmsu sem tengist endurnýtingu á Textíl.
Það verður markaðsstemmning á svæðinu, kaffi og vöfflusala.
Komdu og fáðu hugljómun um hvernig við getum öll lagt okkar af mörkum til að minnka sóun.
Öll velkomin

 umhverfisdagur 22okt2022small

 Þær kvenfélagskonur sem vilja aðstoða á deginum hafið samband við Jenný á skrifstofu KÍ  kvenfelag(hjá)kvenfelag.is 

 

 

 

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands