30. heimsþing ACWW (Alþjóðasamband dreifbýliskvenna) í Kúala Lúmpur í Malasíu 17. - 25. maí 2023

KualaLumpur2023web

 Vinsamlega athugið að í 3ja tbl Húsfreyjunnar urðu leiðinleg mistök með dagsetningu.  Þingið er 17.-25. maí en ekki 23. maí einsog kemur fram í Húsfreyjunni 

Að þessu sinni er gjaldið á þingið með öllu inniföldu. Gist verður á hinu fallega Putrajaya Marriot hóteli í Kuala Lumpur.

Hvað er innifalið:

  • Þinggjaldið og öll þinggögn
  • Ferðir á hótel fram og til baka frá alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur
  • Morgunverðarhlaðborð, hádegismatur, kvöldverðir og kaffitímar.
  • Heilsdagsskoðunarferð með hádegisverði sem að þessu sinni verður um miðbik þingsins
  • Konunglegt Gala hátíðarkvöld í Konungshöllinni ásamt ferðum
  • Allir ferðamannaskattar og gjöld
  • Val er um að gista í einstaklings- tveggja manna- eða þriggja manna herbergjum.

Skráningargjöld pr. mann með gistingu í átta nætur (komið 17. maí og flogið heim 25. maí )

Þriggja manna herbergi = 855 bresk pund  (142.511 ISK  gengi 9. ágúst 2022)

Tveggja manna herbergi = 910 bresk pund (151.678 ISK gengi 9. ágúst 2022

Einstaklingsherbergi = 1075 bresk pund ( 179.181 ISK gengi 9. ágúst 2022)

*þinggestir eru kvattir til að bóka sér ferðatryggingar sem eru ekki innifaldar í gjaldinu

Athuga að við bókun þarf að gefa upp nafn á herbergisfélögum.  Skráningarfrestur er til 31. desember 2022. Skráning fer fram á: https://acww.org.uk/2023-world-conference

Skráningarfrestur hefur verið framlengdur til 28. febrúar 2023. 

Velkomið að hafa samband við Jenný á skrifstofu KÍ sem aðstoðar við skráningu.

Um Malasíu og Kúala Lúmpúr:

Malasía er eitt af þeim löndum í Asíu sem minnir okkur hvað mest á hinn vestræna heim, bæði hvað varðar tungumál og lífsstíl. Flestir heimamenn tala ensku frekar vel og er ástæðan líklega sú að Malasía var bresk nýlenda allt til ársins 1957. Landið er þekkt fyrir sínar hvítu strendur og guðdómlega matargerð. Kúala Lúmpúr er höfuðborg Malasíu og stærsta borg landsins, í daglegu tali er borgin kölluð KL og þar búa um 2 milljónir manna.  Þar er blanda af hinu gamla og nýja, mörg hundruð ára gömul hús frá nýlendutímanum og háhýsi byggð úr stáli og gleri standa við hliðina á kínverskum hofum og fallegum moskum. Alþjóðlegt samfélag sem fangar athygli ferðamanna. Borgin hýsir einnig tvíburaturnana Petronal Towers sem eru meðal hæstu bygginga heims, 88 hæðir og 452 metra. KL er þekkt fyrir frábæra möguleika í verslun t.d. kínverska næturmarkaðinn og frábærar verslunarmiðstöðvar. Í borginni er alþjóðaflugvöllur og þaðan fara tengiflug um allan heim.

Um hótelið:

Putrajaya Marriot hótelið í Kuala Lumpur er fimm stjörnu hótel sem staðsett er 25 mínútum frá miðborginni og 45 mínútum frá alþjóðaflugvellinum. Á hótelinu eru útisundlaug og heilsulind. Þar er úrval veitingastaða, allt frá ekta kínverskri matargeð og klassískum kaffihúsaréttum. IOI City Mall er í nágrenninu og býður hótelið upp á ókeypis skutl á helstu verslunarstaði í borginni.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands