Aðalfundur Sambands austur- húnvetnskra kvenna

 

 Athugið 

vegna ástands Covid í samfélaginu hefur stjórn SAHK ákveðið að fresta áður boðuðum aðalfundi.

Stefnt er að því að halda fundinn fimmtudaginn 9. desember kl. 19:30 að Þverbraut 1, í sal Samstöðu.

 

------

Aðalfundur SAHK verður haldinn fimmtudaginn 18. nóvember n.k. kl. 19:30, vegna 2019 og 2020.

Fundurinn verður haldinn í sal Samstöðu að Þverbraut 1, Blönduósi.

Hefðbundin aðalfundarstörf, fulltrúar frá KÍ og Heimilisiðnaðarsafninu munu taka þátt í fundinum að venju. Munum persónulegar smitvarnir og förum varlega.

Skv. 7. gr. laga SAHK mega allar kvenfélagskonur á sambandssvæðinu sitja fundinn og hafa málfrelsi og tillögurétt, atkvæðisrétt hafa aðeins kjörnir fulltrúar og stjórnin. Félögum innan Sambandsins er heimilt að senda tvo kjörna fulltrúa.

 

Stjórn SAHK

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2021 Kvenfélagasamband Íslands