Kvenfélagsmessa í Dómkirkjunni 23. febrúar á konudaginn

domkirkjan

 

Í samstarfi við Dómkirkjuna verður Kvenfélagsmessa í Dómkirkjunni á konudaginn 23. febrúar nk. í tilefni af 90 ára afmæli Kvenfélagssambands Íslands.

Messa hefst klukkan 11.00 þar sem séra Elínborg Sturludóttir þjónar.

Kvenfélagskonur lesa lestra og leiða bænir.

Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista.

Dómkirkjan býður svo í afmælismessukaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar (Gamla Iðnskólahúsinu, Lækjargötu 14a.) á horni Lækjargötu og Vonarstrætis að lokinni messu. 

Allar kvenfélagskonur eru hvattar til að mæta og taka með sér vinkonur, dætur, ömmur, mömmur,langömmur og frænkur. 

Aðgengi fyrir hreyfihamlaða gegnum skrúðhús kirkjunnar og lyfta er í safnaðarheimilinu.

 Þær konur sem eiga þjóðbúning eru hvattar til að nýta tilefnið og skarta búning. 

sjá nánar á viðburði á facebook.

https://www.facebook.com/events/118998226110615/

 

safnaðarheimili domkirkjunnar

Safnaðarheimili Dómkirkjunnar. 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2019 Kvenfélagasamband Íslands