Húsfreyjan í 70 ár - Málþing og afmælishóf

HÚSFREYJAN Í 70 ÁR

MÁLÞING OG AFMÆLISHÓF Á HALLVEIGARSTÖÐUM

FÖSTUDAGINN 15 NÓVEMBER

Í tilefni af 70 ára afmæli Húsfeyjunnar, tímarits Kvenfélagasambands Íslands er boðað til málþings og afmælishófs föstudaginn 15. nóvember klukkan 14.00 á Hallveigarstöðum í Reykjavík.

• Á málþinginu verður farið yfir 70 ára sögu Húsfreyjunnar, gildi hennar og framlag í menningu og sögu þjóðarinnar og horft til framtíðar.

• Þá fer fram verðlaunaafhending í Ljóðasamkeppni Húsfreyjunnar. Höfundar verðlaunaljóðanna lesa ljóð sína og segja frá tilurð þeirra.

• Því næst gleðjast gestir saman í afmælishátíð Húsfreyjunnar og jólafundi Kvenfélagasambands Íslands.

HÁTÍÐARSTEMMING, SÖNGUR, FRÓÐLEIKUR, GLEÐI OG LÉTTAR VEITINGAR Í BOÐI.

Allir eru velkomnir og kvenfélagskonur, velunnarar Húsfreyjunnar og Kvenfélagasambands Íslands sérstaklega hvattir til að mæta og njóta samverunnar.

Endilega takið daginn strax frá: Föstudagurinn 15 nóvember kl: 14.00

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands