59. formannaráðsfundur á Hallveigarstöðum

59. formannaráðsfundur verður haldinn á Hallveigarstöðum laugardaginn 16. nóvember 2019.

Á föstudeginum 15. nóvember verður málþing um Húsfreyjuna í 70 ár og afmælishóf Húsfreyjunnar sem að þessu sinni verður slegið saman við jólafundinn sem venjulega er haldinn í lok nóvember.

Það er því eindregið mælt með því að mæta á viðburðina á föstudeginum sem verða í nánum tengslum við formannaráðsfundinn.

Dagskrá og nánari auglýsing um formannaráðsfundinn verður send til formannaráðs þegar nær dregur.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2019 Kvenfélagasamband Íslands