Nú er Húsfreyjan komin eða á leið til áskrifenda.  Í þessu fyrsta tölublaði ársins sem kemur út í febrúar er áherslan í blaðinu á fjölbreyttan hóp kvenfélagskvenna og starf kvenfélaganna víða um land. Katrín Tanja Davíðsdóttir heimsmeistari í CrossFit og kvenfélagskona í Hvítabandinu er í forsíðuviðtalinu að þessu sinni og fá lesendur að kynnast lífi þessarar kraftakonu.  Eva Michelsen er svo önnur kraftakona sem við fáum að kynnast en Eva er raðfrumkvöðull, ævintýramanneskja, bókhaldsnörd og kvenfélagskona í Kópavogi sem meðal annars rekur Eldstæðið sem er deili- eldhús í Kópavoginum.

Lilja Sverrisdóttir úr Kvenfélaginu Hjálpin í Eyjafjarðasveit segir frá bókinni Drífandi daladísir sem félagið gaf út í tilefni af 100 ára sögu félagsins. Lesendur fá svo að kynnast Hildi Harðardóttur sem er formaður stjórnar kvenna í orkumálum sem segir frá starfinu í félaginu, en hlutverk þess er að stuðla að jafnrétti í orkumálum, efla þátt kvenna og styrkja tengsl kvenna innan orkugeirans.

Í blaðinu er sagt eins og alltaf frá starfi Kvenfélagasambands Íslands, ásamt því sem nokkur kvenfélög eru heimsótt. Þeirra á meðal eru Kvenfélagið Iðunn í Eyjafjarðarsveit sem nýlega fagnaði 90 ára afmæli félagsins. Svo er það Guðný Nanna Þórsdóttir sem er í viðtali við ritstjóra og segir frá sjálfri sér og þeim fimm fræknu í Kvenfélaginu Einingu á Skagaströnd.

  1. febrúar er Dagur kvenfélagskonunnar. Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, (1930) var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010 til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna í 140 ár.  Það var enda löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu.

    Dagurinn hefur fest sig í sessi undanfarin 12 ár og er hans nú getið á fjölmörgum dagatölum og í dagbókum.

    Kvenfélagasambandið var stofnað árið 1930 sem sameiningar og samstarfsvettvangur kvenfélaganna í landinu sem þá þegar voru orðin fjölmörg. Fyrsta kvenfélagið, Kvenfélag Rípurhrepps, var stofnað árið 1869.
    Konur hafa síðan þá stofnað hundruð kvenfélaga með það að markmiði að bæta samfélagið, sérstaklega hvað varðar málefni barna, kvenna og fjölskyldna.
    Má segja að konur hafi með því tekið völdin í sínar hendur löngu áður en þær fengu aðgengi að stjórnkerfinu með kjörgengi og kosningarétti.
    Störf kvenfélagskvenna eru og hafa verið samfélaginu öllu afar mikilvæg þó ekki hafi þau alltaf farið hátt eða mikið farið fyrir þeim í fjölmiðlum.

    Kvenfélagskonur um land allt halda uppá daginn hvert með sínum hætti.

    Kvenfélagasambandið hvetur allar kvenfélagskonur til að halda daginn hátíðlegan og landsmenn alla til að heiðra kvenfélagskonur þennan dag.

Dagur kvenfelagskonunnar 1

 

 Smökkum á Savo

 Á dagskránni verður kynning á matarmenningu Savo, heimsóknir til matvælaframleiðenda á svæðinu, borgin býður gestum í móttöku, heimsókn á víngarð, leiðsögn um borgina og gægst verður inn í eldhús hjá kvenfélagskonum (Mörtum) í Savo.

Meðal gesta og fyrirlesara verða þingmenn Evrópuþingsins, Sirpa Pietikäinen, forseti Marttaliitto, og  Marianne Heikkilä, framkvæmdastjóri Marttaliitto.

Kvenfélagasamband Íslands sendir kvenfélagskonum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur.

Þökkum samfylgdina á árinu.

Kærleikskveðja

Small Gleðileg jól 2022 Kvenf samband

Húsfreyjan 4. tbl. 2022 LQJólablað Húsfreyjunnar er komið út og ætti að hafa borist áskrifendum. Á forsíðunni er Ragna S. Óskarsdóttir sem er framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Íslensks dúns ehf sem staðsett er á Borgarfirði eystra. Hún er í viðtali og segir frá sjálfri sér, æðardúninum og sögu fyrirtækisins. Ásta Ólöf Jónsdóttir segir frá hvernig kom til að konur í Skagafirði tóku sig til og saumuðu saman þjóðbúning til notkunar fyrir fjallkonu Skagafjarðar. En Ásta er formaður Pilsaþyts í Skagafirði sem hefur það að markmiði að efla notkun á íslenskum þjóðbúningum. Hugleiðingin í blaðinu kemur frá Sigrúnu Margréti Óskarsdóttur fangapresti sem fjallar um jólin í fangelsi.  Sigríður Ó. Kristjánsdóttir segir lesendum vestfirskar örferðasögur, en Sigríður er framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. Lífið er ekki sykurhúðuð Facebook færsla er fyrirsögn á viðtali við Andreu Róbertsdóttur, framkvæmdastjóra Félags kvenna í atvinnulífinu, sem í viðtalinu segir hún meðal annars að þörfin á að setja konur á dagskrá sé endalaus.

Í blaðinu er svo að finna frásögn frá Evrópuþingi ACWW sem Kvenfélagasamband Íslands er aðili að. Þingið var haldið í Glasgow og þangað mættu 18 hressar kvenfélagskonur frá Íslandi sem nutu gestrisni skosku kvennasamtakanna sem voru gestgjafar á þinginu, ásamt því að fjalla um málefni ACWW (Alþóðasamband dreifbýliskvenna). Leiðbeiningastöð heimilanna ervegna ferðarinnar til Glasgow undir skoskum áhrifum og fjallar um “Burns supper” og gefur uppskrift af Haggis og fleiru skosku til að ylja sér á í janúar.

Smásagan að þessu sinni er eftir Steinunni Lilju Emilsdóttur og nefnir hún söguna Áfram nú.

Laufey Skúladóttir sem er bóndi á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði í Þingeyjarsýslu sem sýnir og segir frá skreytingum sem hún vinnur úr efniviði úr nærumhverfinu. Það er svo Erla Hlynsdóttir sem gefur okkur uppskriftir að fallegum öðruvísi brauðtertum sem eru tilvaldar á veisluborðið um hátíðarnar.  Handavinnuþátturinn er á sínum stað og aftur er það Sjöfn Kristjánsdóttir sem gefur okkur fallegar uppskriftir að fallegum fötum fyrir börnin. Meðal annars fallegan jólakjól og sparilegar stuttbuxur.  Albert Eiríksson býður lesendum að þessu sinni með sér í Þorláksmessuboð í Eyjafirði og gefur uppskriftir af jólalegum réttum.  Leiðbeiningastöð heimilanna heldur svo áfram að hvetja okkur til að minnka matarsóun yfir hátíðarnar með grein um skammtastærðir á algengum réttum sem bornir eru fram á jólum og áramótum.   Þetta allt, krossgátan og svo margt annað í fjölbreyttu jólablaði Húsfreyjunnar sem er blað númer tvö sem Sigríður Ingvarsdóttir ritstýrir.

Þú getur gerst áskrifandi að Húsfreyjunni hér   Allir áskrifendur hafa aðgang að áskriftarvefnum þar sem er að finna mörg eldri blöð Húsfreyjunnar. 

Smelltu hér til að sjá hvað Húsfreyjan fæst í lausasölu.

Við minnum einnig á falleg gjafabréf Húsfreyjunnar sem eru tilvalin jólagjöf sem endist út næsta ár.  Þú færð jólablaðið frítt með til að setja með í jólapakkann með gjafabréfinu. Hafðu samband við skrifstofuna í síma 5527430 til að panta persónulegt gjafabréf. 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands