Hátíðahöld á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 19. júní 2015

Hátíðarhöld að Hallveigarstöðum 19. júní 2015
 
Félög kvenna að Hallveigarstöðum bjóða ykkur velkomin í hátíðardagskrá föstudaginn 19. júní næstkomandi, þar sem við fögnum því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt.

Þema dagskrárinnar er: „Félög kvenna fyrr og nú“.

Húsið opnar kl. 13.30. Boðið verður upp á súpu og brauð. Dagskráin hefst svo stundvíslega kl. 14.00.
 
Dagskrá:
  • Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, flytur kveðju og stýrir fundi 
  • Una María Óskarsdóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands, ávarpar fundinn
  • Siv Friðleifsdóttir, fyrrv. ráðherra, flytur ávarp: Pilsaþytur kvenfélaganna og kosningarétturinn
  • Guðrún Ebba Ólafsdóttir, stjórnarkona í Rótinni, flytur ávarp: Byltingin dafnar í félögum kvenna
  • Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, stjórnarkona í Kynveru og stofnandi Femínistafélags FSU, flytur ávarp: Femínismi til framtíðar.
Áskorun frá Kvenfélagasambandi Íslands!
Í ár er haldið uppá 100 ára kosningarafmæli kvenna og sannarlega ástæða til að spariklæðast og skarta sínu fínasta pússi. 
Kvenfélagasamband Íslands hvetur fólk sem á eða hefur aðgang að þjóðbúningum sinna landa til að klæðast þeim og almennt að vera spariklætt við hin fjölmörgu hátíðlegu tækifæri sem tengjast 100 ára kosningaréttarafmæli kvenna.
 
Fjöldi annarra viðburða er haldinn í Reykjavík og um land allt í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttarins. 
Hægt er að sjá dagskrá yfir viðburði dagsins í Reykjavík hér
 
Einnig er sérstök hátíðardagskrá á Akureyri, Hafnarfirði, Höfn í Hornafirði, Seltjarnarnes og Vestmannaeyjum.
 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands